Vorið 2014 var tekin í notkun glæsilegasta aðstaða landsins til stjörnuskoðunar á Hótel Rangá. Um 150 metra frá hótelinu sjálfu er hús með afrennanlegu þaki og er pláss fyrir allt að 30 gesti í einu.

Í húsinu eru tveir hágæða tölvustýrðir stjörnusjónaukar frá Celestron sem nota má til að skoða himininn við bestu aðstæður, fjarri allri truflandi ljósmengun. Allir gestir sem kíkja í stjörnuskoðunarhúsið fá leiðsögn um himinhvolfið. Á sumrin er aðstaðan notuð til að skoða sólina.

Í nóvember 2014 var aðalsjónauki Stjörnuskoðunarfélagsins, stærsti sjónauki landsins, fluttur í aðstöðuna á Hótel Rangá. Þangað eru félagsmenn ávallt velkomnir þegar vel viðrar. Sjónaukinn var hreinsaður, skipt var um aukaspegil og sjónaukinn settur á hjól svo hægt er að rúlla honum út á lítinn pall þar sem gott útsýni er í allar áttir. Sjónaukinn var áður undir hvolfþakinu á Valhúsaskóla en í hans stað var settur 12 tommu tölvustýrður sjónauki.

Hótel Rangá er í rétt rúmlega klukkustundar akstursfjarlægð frá Reykjavík.

Sjonaukar1

Sjonaukar2

Sjonaukar3